Markalaust jafntefli í Laugardalnum
Leik Valsmanna og Keflvíkinga lauk með markalausu jafntefi í þokkalegum leik á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Mikil barátta hjá báðum liðum og ekkert gefið eftir. Keflvíkingar voru þó nær að krækja í öll stigin en Stefán Örn fékk sannkallað dauðafæri undir lok leiksins en brást bogalistin. Kristján þjálfari gerði eina breytingu frá því í Evrópuleiknum gegn Dungannon en Branislav Milisevic kom í stað Daniels Severino. Það sáust þess greinilega merki hjá sumum leikmönnum að Keflavík var að spila erfiðan Evrópuleik sl. laugardag. Næsti leikur Keflvíkinga verður í Belfast næsta laugardag í UEFA Intertoto Cup.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Guðjón Antoníusson, Guðmundur Viðar Mete, Baldur Sigurðsson, Geoff Miles, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Branislav Milisevic (Hallgrímur Jónasson 80.), Magnús Sverrir Þorsteinsson (Daniel Severino 70.), Simun Samuelsen og Guðmundur Steinarsson (Stefán Örn Arnarson 60.)
Ónotaðir varamenn: Magnús Þormar, Einar Orri Einarsson, Ólafur Jón Jónsson, Kenneth Gustafsson.
Dómari: Ólafur Ragnarsson.
Aðstoðardómarar: Gunnar Gylfason og Leiknir Ágústsson.
Áhorfendur: Sárafáir, eða um 450.
JÖA
Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir
Gengið til leiks.
Gummi kominn í baráttuna.
Boltinn enn í háloftunum.
Þessir gefast aldrei upp.
Bói með boltann.
Tveir góðir, Garðar og Mete.
„Ég er spegilmynd af þér...“
Ómar hreinsar frá markinu.
...og þá er það hinn markmaðurinn.
Næstum því sigurmarkið.
Tökum bara undir þetta.