Markalaust og Keflavík áfram
Leik okkar gegn Dungannon Swifts lauk með markalausu jafntefli og Keflavík heldur því áfram í InterToto-keppninni. Við mætum norska liðinu Lilleström í næstu umferð. Leikurinn var frekar tilþrifalítill enda okkar menn með gott forskot eftir fyrri leikinn. Það sem helst fór úrskeiðis hjá okkar liði var að Guðmundur Mete fór meiddur af velli. Hann meiddist á hendi en ekki er ljóst hvort þar er um alvarleg meiðsli að ræða.
Lið Keflavíkur: Ómar (Magnús Þormar 69.) - Guðjón, Guðmundur Mete (Magnús Þorsteins 76.), Kenneth, Geoff - Hólmar Örn, Jónas, Baldur, Branko - Símun (Daniel 58.)- Ólafur Jón.
Varamenn: Hallgrímur, Einar Orri, Stefán Örn og Guðmundur Steinars.
Gult spjald: Branko (35.)
Magnús kom inn á og spilaði sinn fyrsta Evrópuleik.