Markaleikir hjá 4. flokki
Stelpurnar í 4. flokki heimsóttu Fjölni í Grafarvoginn á fimmtudaginn, leikið var í A- og B-liðum. A-liðið tapaði 5-1 en jafnt var hjá B-liðunum 3-3.
Lokatölur í leik hjá A-liðum gefa ekki rétta mynd af getumun þessara liða. Okkar stelpur voru að spila mun betri bolta út á velli en þegar nær dróg vítateig Fjölnis rann allt út í sandinn. Eins voru stelpurnar allt of seinar að slútta og skutu nánast ekkert á markið. Mörk Fjölnis í þessum leik voru ansi ódýr og komu öll inn í okkar vítateig sem ber merki um mjög lélegan varnarleik, ekki bara hjá öftustu varnarmönnum heldur öllu liðinu. Mun varnarleikur liðsins verða tekin í gegn. Mark Keflavíkur skoraði Sigurbjörg Auðunsdóttir á laglegan hátt er hún stakk sér fram fyrir varnarmann, tók boltann og gott skot hennar hafnaði í stöng og inn.
4. flokkur kvenna, A-lið:
Fjölnir - Keflavík: 5-1 (Sigurbjörg Auðunsdóttir)
Hjá B-liðinu voru stelpurnar alltof kærulausar að klára ekki sinn leik. Í fyrri hálfleik réðu þær alveg leiknum og áttu að gera út um leikinn. Þær fóru mjög illa með færin sín og eins var markvörður Fjölnis að verja vel. Í staðinn fyrir að klára ekki leikinn gáfum við þeim tvö mörk en leiddum þó í hálfleik 3-2. Í seinni hálfleik var eins og stelpurnar héldu að þær þyrftu ekkert að hafa fyrir því að vinna leikinn og mörkin kæmu bara að sjálfu sér. Það gerist ekki eins og sannaðist í þessum leik þegar Fjölnir náði að jafna og voru hársbreidd frá því að vinna leikinn. Lokatölur 3 - 3.
4. flokkur kvenna, B-lið:
Fjölnir - Keflavík: 3-3 (Guðrún Ólöf Olsen 2, Elsa Dóra Hreinsdóttir)
Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Haukum á sunnudag kl.19:00 á Ásvöllum.
Elís Kristjánsson, þjálfari