Fréttir

Knattspyrna | 15. apríl 2004

Markaleikur gegn Stjörnunni

Það var sannkölluð markaveisla þegar Keflavík og Stjarnan léku í Deildarbikarnum í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi.  Lokatölurnar urðu 6-3 okkar mönnum í vil.  Stjörnumenn hafa ekki riðið feitum hesti frá síðustu leikjum sínum en þeir léku vel í gær og börðust allan leikinn.  Það var ekki fyrr en í lok leiksins sem yfirbiður Keflavíkurliðins komu í ljós og þeir tryggði sér sigur.  Hörður Sveinsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu báðir tvö mörk og þeir Scott Ramsay og Guðjón Antoníusson eitt hver.  Guðmundur kom inn á sem varamaður og var gaman að sjá að hann lét strax til sín taka.

Næsti leikur okkar í Deildarbikarnum er á laugardaginn gegn FH; leikið verður í Fífunni í Kópavogi kl. 14:00.  Á sunnudaginn heldur liðið síðan í æfinga- og keppnisferð til Danmerkur þar sem leiknir verða tveir æfingaleikir, við Holbæk og Brönshöj.