Fréttir

Knattspyrna | 8. febrúar 2008

Markaleikur hjá 2. flokki

Keflavík tók á móti KR í 2. flokki karla  í Reykjaneshöllinni föstudaginn 2. febrúar.  Bæði liðin spiluðu með sitt sterkasta lið í fyrri hálfleik og nýttu gestirnir færin betur og skoruðu þrjú mörk á móti einu hjá Keflavík.  Markið skoraði Arnar Skúli eftir fyrirgjöf.  Það var einungis fyrir klaufaskap okkar manna að staðan var þessi í hálfleik, hún hefði allt eins getað verið 5–3 fyrir Keflavík, slík voru færin.

Í seinni hálfleik kom nýtt lið inn á enda hópurinn stór og áður en yfir lauk voru mörkin orðin 11 talsins í leiknum.  Lokatölur urðu  KR 6, Keflavík 5.  Mörkin í seinni hálfleik sköruðu Fannar Gísla 2, Tómas og Magnúsi Ingi.  Það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik, dauðafærin voru ekki nýtt.  Eins og markatalan gefur til kynna var varnaleikurinn hjá báðum liðum ekki sem bestur en bæði liðin sýndu góð tilþrif í sóknarleiknum.

Næst tekur Keflavík þátt í Íslandsmótinu innanhúss þann 9. febrúar í íþróttahúsinu í Garði.  Mótið hefst kl 13:00.