Fréttir

Knattspyrna | 19. október 2003

Markaleikur hjá strákunum

3. flokkur karla lék gegn ÍA á föstudaginn í Faxaflóamótinu.  Leikið var á malarvellinum á Akranesi.  Leikurinn fór ekki vel af stað hjá Keflavíkurpiltum,  ÍA hafði 4-1 yfir í hálfleik og komust svo  í 5 - 1 í byrjun síðari hálfleiks og útlitið því ekki bjart.  Keflavíkurpiltar neituðu hins vegar að gefast upp, sýndu mikið keppnisskap og gerðu sér lítið fyrir og jöfnuðu leikinn 5-5!   Mörkin gerðu Helgi Eggertsson 2, Ari Haukur Arnarsson, Björgvin Magnússon og Þorsteinn Þorsteinsson.