Markasúpa gegn ÍR
Í gærkvöldi var komið að enn einum æfingaleiknum og nú komu Reykjavíkurmeistarar ÍR í heimsókn í Reykjaneshöllina. Keflavíkurliðið lék feykivel fyrsta hálftímann og lagði þá grunninn að öruggum 6-1 sigri eftir að staðan hafði verið 4-0 í leikhléi. Mörkin gerðu þeir Redo 2, Guðmundur (víti) , Nicolai, Bessi og Högni. Eins og fyrr segir lék liðið vel og var virkilega gaman að sjá til leikmanna í lipru samspili upp völlinn og öruggri varnarvinnu þegar á þurfti að halda. Eins og í fyrri æfingaleikjum í vetur þá skiptist leiktíminn bróðurlega á milli leikmanna. Næsti leikur liðsins er í Lengjubikarnum næstkomandi laugardag á Reyðarfirði gegn Fjarðabyggð.
Keflavík: Ómar (Símon) - Guðjón, Kenneth, Hallgrímur, Nicolai (Garðar) - Bessi (Arnar Skúli), Jón Gunnar, Magnús Þórir (Einar), Símun (Hafsteinn) - Patrik (Högni), Guðmundur (Sigurbjörn)
Myndir: Jón Örvar
Markaskorarar kvöldsins hjá Keflavík, frá vinstri Redo, Högni, Bessi, Nicolai og Guðmundur Steinars.
Þjálfarar liðanna, félagarnir Kristján Guðmundsson og Guðlaugur Baldursson.
Og svo ein af dómurum leiksins: Kári Oddgeirsson, Magnús Þórisson og Einar Sigurðsson.