Markasúpa hjá 1. flokknum
Á þriðjudagskvöld fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði leikur ÍH og Keflavíkur í 1. flokki. Keflavíkurliðið raðaði inn mörkunum í leiknum og vann stórsigur, 8- 0. Hafsteinn Rúnarsson skoraði hvorki fleiri né færri en 4 mörk; Hörður Sveinsson, Einar Antonsson, Einar Daníelsson og Björn Vilhjálmsson settu eitt stykki hver.