Markasúpa og jafnt gegn Val
Þeir sem skruppu í Reykjaneshöllina til að sjá Keflavík leika gegn Val í Lengjubikarnum hafa væntanlega ekki séð eftir því. Þar var boðið upp á fjörugan leik þar sem niðurstaðan varð 3-3 jafntefli. Sindri Snær kom Keflavík yfir strax í upphafi leiks en Haukur Páll Sigurðsson og Andri Fannar Stefánsson svöruðu fyrir gestina. Rétt fyrir hlé jafnaði Hörður og staðan í hálfleik var 2-2. Andri Adolphsson kom Valsmönnum aftur yfir en Sigurbergur jafnaði undir lokin og úrslitin 3-3 í skemmtilegum leik. Leikurinn var í beinni útsendingu á SportTV og þar er hægt að sjá mörkin úr leiknum en þau voru óvenjuglæsileg.
Eftir leikinn er Keflavík með sjö stig eftir fjóra leiki en liðin í riðlinum hafa leikið mismarga leiki og staðan því óljós. Næsti leikur okkar er gegn Haukum í Reykjaneshöllinni laugardaginn 14. mars.
Leikskýrsla á KSÍ.is
Riðill 3 í A-deild karla
Myndir: Jón Örvar Arason
Markaskorararnir Sindri Snær, Hörður og Sigurbergur.