Fréttir

Knattspyrna | 17. mars 2009

Markmaður til reynslu

Keflavík fékk í gær bandarískan markvörð til reynslu og verður hann hér næstu daga.  Chris Konopka heitir kappinn og er 23 ára gamall. Chris er pólskur að uppruna. Hann spilaði síðast með Bohemian í írsku deildinni en hefur einnig verið á mála hjá Kansas City Wizards, Jersey Shore Boca og Jersey Falcons.  Chris var á sínum tíma valinn í U-23 ára hóp landsliðs Bandaríkjanna.  Svo er bara að sjá hvort Kristján og Einar Ásbjörn sjái eitthvað við kappann á æfingum næstu daga.