Markmannsþjálfarinn Marsella ánægður
Markmannsþjálfarinn Stefano Marsella er farinn til síns heima eftir að hafa verið hjá Keflavík í tæpa viku við markmannsþjálfun. Marsella kom hingað fyrir tilstuðlan Guðjóns Þórðarsonar en þeir félagar eru góðir vinir eftir að hafa starfað saman hjá Barnsley þegar Guðjón var þar þjálfari. Marsella var ánægður með dvölina hér og að sögn Jóns Örvars sem starfaði með Marsella allan tímann þá höfðu allir sem komu að þessum æfingum mikið gagn af því sem hann hafði fram að færa. Þarna var virkilega fær og góður þjálfari á ferð. Æft var stíft allan tímann með markmennina hjá meistarflokki karla, þá Ómar, Magnús og Guðmund. Marsella var ánægður með þremenningana og eitt er víst að þessi kennsla á eftir að skila sér hvort sem það er til markvarðanna eða knattspyrnuþjálfarana sem tóku þátt í þessum æfingum með þeim.
Stefano Marsella.
Magnús og Ómar taka á því; Marsella og Guðmundur fylgjast með.
Kjartan, Jón Örvar, Magnús Þormar, Guðmundur, Ómar og Marsella.