Fréttir

Knattspyrna | 10. september 2010

Markmenn með yngri landsliðum

Tveir leikmenn Keflavíkur verða á ferðinni með yngri landsliðum Íslands á næstunni en það eru markmennirnir Arna Lind Kristinsdóttir og Bergsteinn Magnússon.  Arna Lind er í 18 manna hópi U-17 ára landsliðsins sem leikur í forkeppni Evrópukeppninnar.  Leikið verður í Búlgaríu 20.-25. september og mótherjar Íslands verða Litháen, Ítalía og Búlgaría.  Bergsteinn hefur verið valinn í 32 manna æfingahóp hjá U-17 ára landsliðinu.  Æfingarnar fara fram nú um helgina en liðið leikur í undankeppni Evrópukeppni U-17 ára landsliða sem fer fram hér á landi síðar í mánuðinum.  Þau Arna Lind og Bergsteinn eru bæði fædd 1994 og léku því með 3. flokki í sumar en hafa bæði verið með meistaraflokkum okkar í sumar.  Við óskum þeim góðs gengis í verkefnunum framundan.