Fréttir

Knattspyrna | 9. september 2003

Með nesti og nýja skó...

Þegar seinni nágrannaslagur sumarsins fór fram á Njarðvíkurvelli á dögunum tóku leikmenn Keflavíkurliðsins það til bragðs að ganga á völlinn frá heimavelli sínum.  Ekki er vitað til þess að lið hafi áður gengið á útivöll með þessum hætti en kannski það verði tekið upp í framtíðinni til að spara bensínkostnað.  Ekki virtist gangan hafa lagst mjög illa í menn, a.m.k. vann liðið góðan sigur í leiknum.  Á mynd Hilmars Braga á Víkurfréttum má sjá þegar hópurinn heldur af stað frá vellinum í Keflavík áleiðis inn í Njarðvík.