Fréttir

Knattspyrna | 9. desember 2011

Media Group fékk Fjölmiðlagyðjuna

Í jólaboði Knattspyrnudeildar var Fjölmiðlagyðjan afhent en undanfarin ár hefur Knattspyrnudeild Keflavíkur veitt þessa viðurkenningu til þeirra sem deildinni hefur fundist gera íslenskri knattspyrnu hátt undir höfði og þá kannski sérstaklega okkur Keflvíkingum.  Í ár var það fyrirtækið Media Group ehf. sem hlaut þessi verðlaun en undanfarin ár hefur fyrirtækið gefið út Keflavíkurblaðið.  Blaðið hefur komið út í upphafi tímabilsins og fjallar um knattspyrnuna í Keflavík en árið 2009 var einnig gefið út aukablað vegna þátttöku okkar í Evrópukeppninni  það ár.  Í blaðinu hafa birst viðtöl ásamt myndum og hefur samstarf Knattspyrnudeildar við þá Media Group félaga verið mjög gott.  Það voru þeir Hilmar Þór Guðmundsson og Snorri Sturluson sem veittu Fjölmiðlagyðjunni viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.


Hilmar Þór og Snorri taka við Fjölmiðlagyðjunni úr hendi Þorsteins formanns.