Fréttir

Knattspyrna | 20. júlí 2003

Meira af Gullmótinu

Ekki tókst stelpunum í 5. flokki að krækja í 3. sætið á Gullmóti JB sem lauk nú síðdegis.  Stelpurnar mættu feykilega sterku liði Eyjastúlkna sem sigruðu 4 - 0.  Stelpurnar eiga engu síður virkilega hrós skilið fyrir frammistöðu sína á þessu móti en hafa ber í huga að fimm stelpur koma úr 6. flokki.  Þá ber einnig að hrósa þeim fyrir prúðmennsku og háttvísi hvort sem það var á leikvelli, mötuneyti eða í skólanum þar sem sofið var.  Glæsilegt hjá þessum ungu stúlkum og enn og aftur: TIL HAMINGJU!

Gullmót JB
Stúlkurnar í 5. flokki sem tóku þátt í mótinu.
Þjálfari liðins er Elís Kristjánsson.
Myndin er fengin af heimasíðu Gullmóts JB.