Knattspyrna | 26. janúar 2004
Meira af þýska markmanninum
Þýski markmaðurinn
Lutz Pfannenstiel er væntanlegur til landsins á morgun og verður hann hjá okkur til reynslu næstu daga. Kappinn er þrítugur að aldri og hefur leikið víða um heim undanfarin ár, nú síðast í Noregi. Pfannenstiel mun leika æfingaleik gegn Víði í Reykjaneshöllinni á miðvikudag og síðan leika með Keflavík í Iceland Express Cup um helgina. Þar gefst fólki gott tækifæri til að skoða kappann en við leikum gegn ÍA í Egilshöll á föstudag kl. 18:00 en á laugardag lýkur mótinu í Reykjaneshöllinni, leikið er um 3. sætið kl. 16:00 og úrslitaleikurinn er svo kl. 18:15.