Fréttir

Knattspyrna | 18. ágúst 2004

Meistaraflokksleikmenn í heimsókn hjá 8. flokki í dag!

Síðasta æfingin hjá 8. flokk í sumar fer fram í dag, miðvikudaginn 18. ágúst.  Piltar og stúlkur á aldrinum 3 - 6 ára hafa æft tvisvar sinnum í viku í sumar undir stjórn Einars Einarssonar og hafa æfingarnar farið fram á Aðalvellinum við Hringbraut.  Um 50 krakkar hafa sótt æfingarnar, en heldur hefur dregið úr æfingasókn seinni part sumars vegna sumarleyfa og leikskóla.  Þeir sem mætt hafa í sumar eru eindregið hvattir til þess að láta sjá sig á þessarri lokaæfingu.  Nokkrir leikmenn úr meistaraflokki Keflavíkur munu mæta í heimsókn á þessa æfingu.