Fréttir

Knattspyrna | 2. apríl 2007

Meistaraflokkur og 2. flokkur í æfingaferð til Tyrklands

Meistaraflokkur og 2. flokkur kvenna verða í æfingarferð í Antalya í Tyrklandi 4.-14.apíl n.k.  Leikmenn hafa staðið í ströngu frá því í desember í fjáröflun og er ferðin að fullu greidd af leikmönnum sjálfum.  Þjálfarar flokkanna, Salih Heimir Porca þjálfari meistaraflokks, og Elís Kristjánsson, þjálfari 2. flokks, fara með stúlkunum.  Fjögur önnur keppnislið verða líka í Antalya en það eru meistaraflokkur kvenna hjá Stjörnunni og karlalið KA, Vals og Grindavíkur.  Dvalið verður á Kaya Belek-hótelinu sem er mjög vinsælt meðal knattspyrnuliða enda eru fimm knattspyrnuvellir við hótelið.  Mjög vel hefur verið látið af þessum stað og er öll aðstaða eins og hún gerist best.  Við óskum stelpunum okkar góðrar ferðar.


Meistaraflokkur og 2. flokkur kvenna ásamt Salih Heimi Porca þjálfara.
(
Mynd: Jón Örvar)

ÞÞ