Meistaraflokkur sækir FH heim í Deildarbikarnum
Meistaraflokkur kvenna leikur við FH í kvöld kl.20:30 á Ásvöllum. Ekki hefur gengið sem best hjá liðinu í þeim leikjum sem spilaðir hafa verið. Liðið hefur ekki verið fullmannað og hefur uppistaða liðsins verið blanda af meistaraflokks og 2. flokks leikmönnum. Nú er að spíta í lófana og klára FH í Hafnarfirði í kvöld.