Meistaraflokkur til Tyrklands
Það styttist í að Landsbankadeildin hefjist, ekki nema rúmur einn og hálfur mánuður í það og undirbúningstímabilið á fullu. Einn þáttur í undirbúningstímabilinu er æfingaferð og þann 29. mars mun meistaraflokkur karla halda af stað í æfingaferð til Tyrklands ásamt nauðsynlegu fylgdarliði. Þarna fer 27 manna hópur; 21 leikmaður og sex starfsmenn en þeir eru Kristján þjálfari, Falur sjúkraþjálfari, Jón Örvar liðsstjóri, Raiko markmannsþjálfari, Dói búningamaestro og Einar Aðalbjörns fararstjóri. Knattspyrnudeildin er mjög stolt af leikmönnum en þeir hafa alfarið safnað fyrir þessari ferð sjálfir. Þeir hafa m.a. staðið fyrir herrakvöldi, tekið gamla grasið úr Reykjaneshöllinni og svo hafa góð fyrirtæki lagt strákunum lið með styrkjum sem er ómetanlegt. Það er mikill kostnaður sem fylgir því að fara í svona ferðir eins og gefur að skilja og eiga strákarnir skilið hrós fyrir dugnað sinn og hefur hver og einn lagt sitt af mörkum. Þessi hópur sem við eigum núna er alveg einstaklega góður og duglegur og vill deildin þakka þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa styrkt þá í þessu verkefni og hvetja alla til að sýna þeim stuðning í sumar.
Æfingarferðir eru orðnar árlegur viðburður knattspyrnuliða og
hér má sjá Keflavíkurliðið í einni slíkri. Jón Örvar tók myndina.