Fréttir

Knattspyrna | 8. maí 2005

Meistarakeppni KSÍ á mánudag

Árlegur leikur Íslandsmeistara og VISA-bikarmeistara, meistarar meistaranna fer fram í Kaplakrika mánudaginn 9. maí og hefst kl. 19:15.  Þar eigast við Íslandsmeistarar FH og VISA-bikarmeistarar Keflavíkur.  Þessi lið eiga einnig fyrsta leik Landsbankadeildarinnar viku síðar í Keflavík, mánudaginn 16. maí kl. 19:15.  Gert er ráð fyrir töluverðum fjölda áhorfenda, miðaverð fyrir fullorðna er kr. 1.000, fyrir 11-16 ára kr. 300 en frítt fyrir börn.