Fréttir

Knattspyrna | 23. júlí 2010

Mennirnir bak við tjöldin...

Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að búið er að taka heimavöll okkar Keflvíkinga hressilega í gegn.  Þar með er langþráður draumur að rætast enda varla að elstu menn muni hvenær fyrst var byrjað að ræða að gera slíkar endurbætur á vellinum.  En svona gerist ekki af sjálfu sér og á vellinum starfar vaskur hópur sem slær, vökvar og málar í gríð og erg.  Þessir kappar hafa svo sannarlega unnið frábært starf í vor og sumar og sinnt vellinum af alúð og natni.  Við ákváðum því að fylgja í fótspor Spaugstofunnar og kynna mennina á bak við tjöldin.  Þetta eru þeir Óskar Rúnarsson, Arnar Valsson, Páll Fanndal, Jón Örn Arnarson, Elvar Óskarsson og Ásgrímur Rúnarsson.  Og eins og hjá öllum alvöruvallarstarfsmönnum eru grasblettirnir og málningarklessurnar áberandi...


Frá vinstri: Óskar, Arnar, Páll, Jón Örn, Elvar og Ásgrímur.