Fréttir

Knattspyrna | 10. október 2003

Metaðsókn að æfingum

Það hefur verið gríðarlega góð mæting á æfingar hjá öllum flokkum það sem af er októbermánuði, má jafnvel tala um "iðkenda-sprengju"!  Það hafa verið yfir 40 manns á nánast öllum æfingum.  Þegar fyrsta æfingin hjá 8. flokki (4 og 5 ára) fór fram voru t.d. yfir 100 manns í A - salnum á Sunnubraut.  Iðkendur voru 47 og með hverjum iðkenda var a.m.k. annað foreldri og hjá sumum pabbi og mamma ásamt systkinum.


Einbeitingin skín úr andlitinu á þessum upprennandi
knattspyrnusnillingi  á fyrstu æfingu vetrarins hjá 8. flokki.


Má ekki alveg nota hendurnar í fótbolta? ...eða er það í körfubolta
og handbolta sem má nota hendurnar? Frá æfingu 8. flokks.


Yfir 100 manns voru í íþróttasalnum við Sunnubraut þegar fyrsta
knattspyrnuæfing 8. flokks fór fram!


Það voru yfir 40 sprækir krakkar sem mættu á æfingu hjá 6. flokki í
Reykjaneshöllinni á dögunum.


ÞRUMUSKOT!  Þessi skemmtilega mynd var tekin á æfingu hjá 4. flokki.