Fréttir

Knattspyrna | 20. september 2005

Mete áfram í Keflavík

Guðmundur Mete skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Keflavík og því ljóst að þessi sterki varnarmaður verður áfram í okkar herbúðum.  Guðmundur kom frá Norrköping fyrr í sumar og lék feykivel með okkar liði og féll vel inn í liðið.  Það er því gleðilegt að hann hefur ákveðið að vera áfram hér í Keflavík og mikill styrkur fyrir félagið að hafa svo öflugan leikmann og félaga áfram í sínum röðum.