Mete semur til þriggja ára
Guðmundur Viðar Mete hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík og verður hjá félaginu næstu þrjú ár. Það er mikill fengur fyrir Keflavík að hafa tryggt sér krafta Guðmundar næstu keppnistímabíl enda hefur kappinn verið lykilmaður í okkar liði. Guðmundur er 25 ára gamall og kom til Keflavíkur um mitt síðasta ár en fram að því hafði hann leikið í Svíþjóð þar sem hann er uppalinn. Síðan hefur Mete verið sterkur í vörn Keflavíkurliðsins og átt stóran þátt í góðu gengi liðsins, nú síðast bikarmeistaratitlinum.
Myndir: Jón Örvar Arason