Michael Johansson til Keflavíkur
Sænski leikmaðurinn Michael Johansson frá Örgryte kemur til Keflavíkur í dag og verður leikmaður liðsins út tímabilið að minsta kosti. Johansson hefur leikið landsleiki með yngri landsliðum Svíþjóðar og teljum við hann góðan liðsauka í okkar góða hóp. Vonir standa til að pilturinn leiki sinn fyrsta leik á móti ÍA í 8-liða úrslitum Deildarbikarsins á Akranesi í kvöld kl. 19:00.
Michael Johansson.
(Mynd: Jón Örvar Arason)