Miðar á lokahófið
Lokahóf Knattspyrnudeildar verður í Stapa laugardaginn 21. október. Hófið verður óvenjuglæsilegt að þessu sinni enda rík ástæða til að fagna góðu gengi meistaraflokka félagsins, ekki síst bikarmeistaratitlinum. Boðið verður upp á glæsilegt steikarhlaðborð, heimatilbúin skemmtiatriði og hljómsveitin Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi. Miðinn kostar 4.900 kr. og miðasala hefst föstudaginn 13.október. Miða er hægt að nálgast hjá knattspyrnudeildinni á Iðavöllum og síminn þar er 421-5188 eða hjá Jóni Örvar í síma 898-4213.
Það var glatt á hjalla á lokahófinu í fyrra og það sama verður örugglega upp á teningnum í ár.
Þessir tveir ætla að mæta en það er bara ekkert við því að gera.
(Mynd: Jón Örvar Arason)