Miðasala í Pyngjunni
Við bendum stuðningsmönnum á að hægt er að kaupa miða á leiki í Pepsi-deild karla með snjallsímum í Pyngjunni. Hér að neðan er tilkynning frá fyrirtækinu um þessa þjónustu. Hægt er að sjá meira á vef Pyngjunnar og Facebook-síðu.
Nú er hægt að nota Pyngjuna til að kaupa miða á heimaleiki félaga í Pepsi-deild karla. Nokkur kvennalið verða einnig með miðasölu í Pyngjunni.
Þegar miði er keyptur í Pyngjunni er farið í „Söluaðilar“ á forsíðunni. Þar undir er valið félagið sem kaupa á miða hjá. Valið er að kaupa miða og því næst greitt. Miðinn fylgir greiðslukvittuninni. Einfalt er að finna miða sem keyptir hafa verið í Pyngjunni með því að velja „Miðar“ á forsíðunni.
Þegar gengið er inn á völlinn er miðanum framvísað í hliðinu. Miðinn er blár á litinn og sýndur á skjá símans. Þegar hliðvörður biður um það, er miðinn tekinn í notkun með því að smella á hnappinn „Nota miða“ sem er á miðanum. Miðinn verður þá grænn á litinn og niðurtalning í 30 sek. hefst. Að lokinni niðurtalningu rennur miðinn út og verður rauður á litinn.
Með miðann í Pyngjunni má sleppa biðröðinni við miðasöluna á vellinum.