Knattspyrna | 22. maí 2004
Miðaverð á heimaleikjum Keflavíkur
Á fyrsta heimaleik Keflavíkur í Landsbankadeildinni á móti KR þar sem mættu tæplega 1500 manns gætti óánægju meðal nokkura áhorfenda með miðaverð á leikinn. Það getur átt sína eðlilegu skýringar, miðaverð á leiki í 1. deild á síðasta keppninstímabili var 500 kr. fyrir fullorðna. Samkvæmt reglum KSÍ um Landsbankadeildina fyrir keppnistímabilið 2004 er lágmarksmiðarverð fyrir fullorðna 1.200 kr. Stjórn Knattspynudeildar Keflavíkur tók strax þá ákvörðun að halda sig við það lágmarksverð sem KSÍ gaf út í Handbók fyrir Landsbankadeildina 2004 . Þess má geta til upplýsinga að dæmi eru um að miðaverð á leiki í Landsbankadeildinni sé 1.500 kr.