Fréttir

Knattspyrna | 29. júní 2007

Midtjylland í Evrópukeppninni

Keflavík mætir danska liðinu FC Midtjylland í 1. umferð undakeppni UEFA-keppninnar.  Fyrri leikur liðanna verður í Danmörku þann 19. júlí en sá seinni í Keflavík 2. ágúst.  FC Midtjylland er frá Herning og endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.  Liðið leikur á nýjum velli, SAS Arena, sem tekur 12.500 áhorfendur.  Þess má geta að þeir Guðmundur Mete og Nicolai Jörgensen voru báðir í herbúðum danska liðsins fyrir nokkrum árum.  KR leikur gegn sænska liðinu Häcken í sömu keppni.

Heimasíða FC Midtjylland