Mikilvægur sigur á Skipaskaga
Keflavík krækti í þrjú dýrmæt stig og vann langþráðan sigur þegar liðið heimsótti ÍA í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. Lokatölur urðu 3-2 í fjörugum leik þar sem sigurmarkið kom undir lokin. Keflavík byrjaði leikinn mun betur; Hörður Sveinsson gerði fyrsta markið og Arnór Ingvi Traustason bætti öðru marki við og aðeins stundarfjórðungur liðinn. Ármann Smári Björnsson minnkaði muninn fyrir heimamenn um miðjan fyrri hálfleik og Jóhannes Karl Guðjónsson jafnaði leikinn í upphafi þess síðari. Það var svo Magnús Þór Magnússon sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok og mikilvægur sigur í höfn.
Eftir leikinn er Keflavík í 8.-9. sæti deildarinnar með sjö stig. Næsti leikur er heimaleikur gegn Þor á Nettó-vellinum sunnudaginn 30. júní kl. 17:00.
-
Þetta var 88. leikur Keflavíkur og ÍA í efstu deild. Keflavík hefur nú unnið 28 leiki en ÍA 48, tólf sinnum hefur orðið jafntefli. Markatalan er 111-184 fyrir ÍA.
-
Arnór Ingvi Traustason og Hörður Sveinsson gerðu báðir annað mark sitt í deildinni í sumar. Mark Arnórs Ingva var 8. mark hans í efstu deild í 41 leik. Hörður gerði mark númer 35 fyrir Keflavík í efstu deild en þau hafa komið í 116 leikjum.
-
Magnús Þór Magnússon gerði fyrsta mark sitt í efstu deild en það kom í leik númer 29. Magnús skoraði reyndar bikarnum á dögunum og hefur því skorað tvö mörk í þremur leikjum í sumar í deild og bikar. Fyrir þetta tímabil var Magnús kominn með 32 leiki leiki fyrir Keflavík í deild og bikar og hafði ekki skorað mark (a.m.k. ekki í rétt mark).
-
Einar Orri Einarsson og Unnar Már Unnarsson voru báðir í leikmannahópi Keflavíkur í fyrsta sinn í sumar en komu ekki við sögu í leiknum. Einar Orri hefur verið að jafna sig af meiðslum en Unnar Már var í fyrsta í leikmannahópi í efstu deild.