Fréttir

Knattspyrna | 8. maí 2005

Miklar annir hjá Knattspyrnudeild

Nú þegar rétt vika er í fyrsta heimaleik Landsbankadeildarinnar á móti Íslandsmeisturum FH annan í hvítasunnu eru miklar annir hjá stjórnar-og stuðningsmönnum Keflavíkur.  Setja þarf upp öll auglýsingaskilti auk þess sem verið er að útbúa 110 metra auglýsingagirðingu aftan við bæði mörkin og er það mikil vinna.  Þeir stuðningsmenn sem leggja vilja deildinni lið eru hvattir til að mæta niður á völl vopnaðir verkfærum og taka þátt í lokaundirbúningnum.  Frá og með þriðjudeginum verður unnið frá kl. 18:00 að ýmsum endurbótum og eru allir velkomnir. ási