Fréttir

Knattspyrna | 12. október 2004

Milan Stefán hættur

Milan Stefán Jankovic er hættur störfum sem þjálfari meistaraflokks Keflavíkur.   Milan var fyrsti kostur Knattspyrnudeildar sem þjálfari liðsins en hann var óákveðinn um framtíð sína hjá félaginu.  Því var ákveðið að veita honum frest þar til í gær, mánudag, til að gefa svar um hvort hann hygðist starfa áfram hjá félaginu en það svar barst ekki.  Því er ljóst að Milan Stefán er hættur störfum hjá Keflavík og stjórn deildarinnar mun þegar hefja leit að nýjum þjálfara.  Það hljóta að vera vonbrigði að Milan hafi ekki haft áhuga á að starfa áfram hjá okkur enda árangur liðsins undir hans stjórn frábær.  Við þökkum honum samstarfið undanfarin tvö ár og óskum honum alls hins besta í framtíðinni.