Minningarmót Ragnars Margeirssonar
Minningarmót Ragnars Margeirssonar fór fram í Reykjaneshöllinni laugardaginn 14. febrúar. Leikið var á litlum völlum þar sem 6 leikmenn voru í liði og var aldurstakmark í mótið 30+. Þátttökulið voru 8 talsins: Keflavík 1, Keflavík 2, Keflavík´97 (Bikarmeistaralið Keflavíkur frá 1997), Haukar, Víðir, Grindavík, Njarðvík og Kjallarinn. Gaman hefði verið fá fleiri lið í mótið þar sem þeir eru margir sem léku með Ragnari Margeirssyni í gegnum tíðina, en það mæta vonandi fleiri að ári.
Ragnar lék sem kunnugt er með Keflavík, Fram og KR hér á landi auk þess að leika með erlendum liðum. Hann lék einnig 46 A-landsleiki. Þetta er í annað sinn sem mótið fer fram og voru þátttakendur glaðir í mótslok enda alltaf gaman þegar gamlir knattspyrnukappar hittast og þá eru gjarnan gömul og skemmtileg afrek rifjuð upp!
Leikar fóru þannig að Keflavík ´97 sigraði mjög sannfærandi, en þeir sigruðu Kjallarann í úrslitaleik mótsins.
Mótsstjórinn Freyr Sverrisson afhentir hér Jakobi Má Jónharðssyni bikarinn.
Sigurlið mótsins, Keflavík ´97:
Efri röð frá vinstri: Skarphéðinn liðstjóri, Gunnar Oddsson, Georg Birgisson, Kristinn Guðbrandsson og Karl Finnbogason.
Neðri röð frá vinstri: Jón Ingi Ægisson, Jakob Már Jónharðsson (fyrirliði) og Óli Þór Magnússon ásamt syni sínum Einari Sæþóri.
Lið Keflavíkur 1 og Keflavíkur 2 voru skipuð gömlum knattspyrnukempum úr Keflavík, liðin enduðu í 3. og 4. sæti.
Efsta röð frá vinstri: Brynjar Þórarinsson, Gunnar Oddsson, Jón Ólafsson, Hermann Rúnar Hermannsson.
Miðröð frá vinstri: Björgvin Björgvinsson, Freyr Sverrisson, Elís Kristjánsson, Baldur Friðriksson.
Neðsta röð frá vinstri: Sigurður Garðarsson, Garðar Ketill Vilhjálmsson, Jóhann Magnússon, Gísli Eyjólfsson, Þorsteinn Bjarnason.
Lið Kjallarans sem lenti í 2. sæti var skipað leikmönnum sem spilað hafa með Keflavík, ýmist í yngri flokkum eða í meistaraflokki.
Efri röð frá vinstri: Einar Sigurpálsson, Garðar Már Newmann, Gunnar Magnús Jónsson, Guðni Hafsteinsson.
Neðri röð frá vinstri: Kjartan Ingvarsson, Ingvar Georgsson, Jón Ingi Jónsson, Sigmar Scheving.