Minningarmót Ragnars Margeirssonar
Minningarmót Ragnars Margeirssonar er orðinn árlegur viðburður og er haldið af félögum Ragnars úr eldri flokki Keflavíkur. Mótið í ár fór fram laugardaginn 23. mars og voru 16 lið skráð til leiks. Mótið tókst í alla staði mjög vel og gaman að sjá hve margar gamlar kempur láta sjá sig á þessu móti. Allur ágóði af mótinu í ár rann til fjölskyldu Eyjamannsins og knattspyrnumannsins Steingríms Jóhannessonar, sem lést um aldur fram.
KR-ingar hafa verið mjög sigursælir í þessu móti og stóðu þeir uppi sem sigurvegarar eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Breiðablik og Skallagrímur deildu svo 3. - 4. sætinu.
Meðfylgjandi myndir tók Ingvar Georgsson, fleiri myndir frá mótinu birtast síðar.
Sigurlið mótsins, KR.
Lið Keflavíkur sem varð í 2. sæti.
Lið Nettó sem sigraði í B-úrslitum.
Lið Eyjamanna í mótinu.
Fyrirliði KR tekur við bikarnum úr hendi Gunnars Oddssonar.