Fréttir

Minnisvarði um Hafstein Guðmundsson
Knattspyrna | 29. júlí 2021

Minnisvarði um Hafstein Guðmundsson

Faðir knattspyrnunar fékk loksins sinn stað á heimavelli okkar Keflvíkinga 💙

Fyr­ir leik Kefla­vík­ur og Breiðabliks á sunnudag var af­hjúpaður minn­is­varði við HS-Orku völlin um Haf­stein Guðmunds­son, sem fæddist árið 1923 og lést árið 2013.

Hafsteinn lék með Val áður en hann gekk til liðs við Kefl­vík­inga um miðjan sjötta ára­tug síðustu ald­ar. Hann var í fyrsta landsliði Íslands sem lék gegn Dan­mörku árið 1946, lék alls 4 landsleiki á árunum 1946-1951 og var landsliðseinvaldur árin 1969-1973.

Frá undirbúningsnefnd minnisvarðans:

Haf­steinn var aðal­hvatamaður þess að Íþrótta­banda­lag Kefla­vík­ur (ÍBK) var stofnað árið 1956 og gegndi for­mennsku þess frá upp­hafi til 1975. Hann var spilandi þjálf­ari Kefla­vík­urliðsins á ár­un­um 1958-1960. Í for­mannstíð Haf­steins varð ÍBK fjór­um sinn­um Íslands­meist­ari á mesta blóma­skeiði knatt­spyrn­unn­ar í Kefla­vík. Fyrst 1964 og síðan 1969,1971 og 1973 og ÍBK varð einnig bikar­meist­ari 1975.

Haf­steinn er með réttu nefnd­ur faðir knatt­spyrn­unn­ar í Kefla­vík. Hann var formaður Ung­menna­fé­lags Kefla­vík­ur 1978-1981, sat í stjórn KSÍ og var landsliðsein­vald­ur 1969-1973. Haf­steinn var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu, heiður­skrossi ÍSÍ, heiður­skrossi KSÍ, gull­merki ÍBK, heiðursgull­merki Kefla­vík­ur, gull­merki Knatt­spyrnu­deild­ar Kefla­vík­ur og hann var heiðurs­fé­lagi UMFK.

Áfram Keflavík og höldum minninguni lifandi um góðan mann 💙