Minnisvarði um Hafstein Guðmundsson
Faðir knattspyrnunar fékk loksins sinn stað á heimavelli okkar Keflvíkinga
Fyrir leik Keflavíkur og Breiðabliks á sunnudag var afhjúpaður minnisvarði við HS-Orku völlin um Hafstein Guðmundsson, sem fæddist árið 1923 og lést árið 2013.
Hafsteinn lék með Val áður en hann gekk til liðs við Keflvíkinga um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Hann var í fyrsta landsliði Íslands sem lék gegn Danmörku árið 1946, lék alls 4 landsleiki á árunum 1946-1951 og var landsliðseinvaldur árin 1969-1973.
Frá undirbúningsnefnd minnisvarðans:
Hafsteinn var aðalhvatamaður þess að Íþróttabandalag Keflavíkur (ÍBK) var stofnað árið 1956 og gegndi formennsku þess frá upphafi til 1975. Hann var spilandi þjálfari Keflavíkurliðsins á árunum 1958-1960. Í formannstíð Hafsteins varð ÍBK fjórum sinnum Íslandsmeistari á mesta blómaskeiði knattspyrnunnar í Keflavík. Fyrst 1964 og síðan 1969,1971 og 1973 og ÍBK varð einnig bikarmeistari 1975.
Hafsteinn er með réttu nefndur faðir knattspyrnunnar í Keflavík. Hann var formaður Ungmennafélags Keflavíkur 1978-1981, sat í stjórn KSÍ og var landsliðseinvaldur 1969-1973. Hafsteinn var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, heiðurskrossi ÍSÍ, heiðurskrossi KSÍ, gullmerki ÍBK, heiðursgullmerki Keflavíkur, gullmerki Knattspyrnudeildar Keflavíkur og hann var heiðursfélagi UMFK.
Áfram Keflavík og höldum minninguni lifandi um góðan mann