Minnt á tímamót með skilti og á búningnum
Það hefur ekki farið framhjá stuðningsmönnum Keflavíkur að í ár eru 50 ár síðan félagið varð fyrst Íslandsmeistari í knattspyrnu. Til að mynda spilar meistaraflokkur karla í svörtum peysum eins og liðið gerði árið 1964 og hafa búningarnir vakið mikla athygli í sumar. Það er gaman að segja frá því að ofan við Keflavíkurmerkið á treyjunum stendur "Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn" og fyrir neðan merkið er svo ártalið, 1964. Það hefur hins vegar varla farið framhjá áhorfendum á Nettó-vellinum að búið er að setja upp stórt skilti með sömu uppsetningu, Keflavíkurmerkinu og textanum.