Við minnum á að fyrsti æfingaleikur ársins og fyrsti leikur Keflavíkurliðsins undir stjórn nýs þjálfara verður í Reykjaneshöllinni í dag. Leikið verður við lið Aftureldingar og hefst leikurinn kl. 18:00. Næsti leikur verður svo á laugardaginn en þá verður leikið við Skagamenn í Reykjaneshöllinni. Þeir sem vilja sjá þann leik verða að taka daginn snemma því hann hefst kl. 10:00.