Misjafnt gengi hjá 2. flokki
Þann 14. júlí spilaði annar flokkur sinn sjöunda leik á tímabilinu gegn ÍA á Akranesi. Skemmst er frá því að segja að leikar fóru 7-0 fyrir ÍA. Leikurinn fór frekar rólega af stað og var ekkert sem benti til þess að ÍA myndi skora því þeir fengu ekki boltann fyrstu 4 mínútur sem sýnir hversu vel strákarnir halda boltanum innan liðsins. Það var ekki fyrr en á 37. mínútu að ÍA fékk hornspyrnu og nýttu sér mistök varnarmanna og skoruðu með skalla alveg óverjandi fyrir Magga í markinu. Við þetta mótlæti frusu strákarnir gjörsamlega næstu 10 mínúturnar og á þeim kafla skoruðu ÍA tvö mörk, á 34. og 37. mínútu. Bæði mörkin komu með skoti rétt fyrir utan teig. Með 3-0 í hálfleik gengu strákarnir niðurlútir af vellinum. Seinni hálfleikur hófst með látum af hálfu ÍA og greinilegt að þeir ætluðu að valta yfir andlausa Keflvíkinga. Á 57. mínútu skoruðu þeir með skoti fyrir utan teig meðan við vorum allir sofandi. Á 59. mín rann sleipur boltinn úr höndum Magga eftir skot úr teignum og skoraði sóknarmaður auðveldlega í autt markið, 5-0. Við þetta fóru leikmenn Keflavíkur aðeins að vakna og reyndu að spila boltanum en sköpuðu sér engin færi. Á 69. mínútu kom sjötta mark ÍA eftir lélega sendingu varnarmanns og tveimur mínútum síðar kom sjöunda og síðasta markið.
Leikmenn Keflavíkur virkuðu andlausir, þreyttir og hræddir við leikmenn ÍA sem nýttu sér vanmátt okkar mann til fullnustu. ÍA átti 13 skot að marki og enduðu 7 þeirra í markinu. ÍA-liðið, sem hefur verið þekktara fyrir að sparka menn niður og negla boltanum fram, sýndi og sannaði að þeir geta líka spilað boltanum með góðum árangri. Keflvíkingar geta svo sannarlega spilað boltanum vel sín á milli en svo virðist ekkert gerast þegar að nær dregur vallarhelmingi andstæðinganna. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir liðið. Oft var sem leikmenn virtust bíða eftir að kraftaverki þegar að sótt var að marki ÍA og þeir bókstaflega biðu eftir að boltinn kæmi til þeirra. Lítil hreyfing var á leikmönnum þegar varnamenn reyndu að spila boltanum sem endaði oft með því að þeir fengu skyndisóknir á sig. Liðið virtist treysta mjög á að miðjumennirnir myndu redda öllu. Í liðið vantaði Einar, Aron og Bjössa og kom það mikið niður á hraða og uppbyggingu sóknaraðgerða liðsins. Liðið situr sem fastast í 6. sæti A-riðlis og virðist ætla að vera í botnbaráttunni í sumar.
Þrír leikmenn úr 3. flokki spiluðu; Ragnar, Ólafur Jón og Jóhann Ingi, en Jóhann Ingi var þarna í fyrsta skipti í hópnum og stóð sig mjög vel. Allt liðið fær samt hrós fyrir að reyna að spila, hvort sem staðan væri 0-0 eða 7-0. Bestur í liði Keflavíkur var fyrirliðinn Ömmi, sem sýndi oft á tíðum frábæran varnarleik. Ingvi átti góðan leik, sem og Ragnar og Jóhann. Aðrir leikmenn léku langt undir getu og komust aldrei í takt við leikinn.
Næsti leikur er í bikarkeppninni á móti Fram á laugardaginn 19. júlí kl. 14:00 og er hann í Reykjavík.
Keflavík 4-5-1
Byrjunarlið:
1. Magnús Þormar (M)
2. Arnar Magnússon
3. Ögmundur Erlendsson (F)
4. Þorsteinn Georgsson
5. Ragnar Magnússon (út 68´)
6. Brynjar Magnússon
7. Ingvi Rafn Guðmundsson
8. Árni Þ. Ármannsson
9. Arnar Halldórsson (út 75´)
10. Jóhann Ingi Sævarsson
11. Ólafur Jón Jónsson
Varamenn:
12. Guðmundur Þórðarson (M)
13. Jóhannes Bjarnason
14. Garðar Karlsson (inn 75´)
15. Högni Þorsteinsson
16. Fannar B. Gunnólfsson (inn 68´)
Starfsmenn:
Jóhann Emil Elíasson (þjálfari)
Magnús Daðason (aðstoðarþjálfari)
Einar Ottó Antonsson (liðsstjóri)
Ísak Jónsson Guðmann (sjúkraþjálfari)
Jóhann Emil Elíasson, þjálfari