Fréttir

Knattspyrna | 8. júní 2005

Misjafnt gengi hjá 3. flokki

3. flokkur karla hefur leikið fjóra leiki (2 A-lið / 2 B-lið) á Íslandsmótinu í ár og hefur gengið verið misjafnt.  Keflavíkurpiltar hófu tímabilið í Árbænum með leik gegn Fylki, liðinu sem varð Íslandsmeistari í 4. flokki 2003!  Það er skemmst frá því að segja að Fylkismenn sigruðu nokkuð sannfærandi 6-2 eftir að hafa leitt í hálfleik 2-1.  Mörk Keflavíkur gerðu Natan Freyr Guðmundsson á 30 mínútu og Helgi Eggertsson 5 mínútum fyrir leikslok.

Leikur B-liðsins byrjaði mjög vel og voru piltarnir okkar að sýna skemmtilega takta og komust yfir á 7. mínútu með marki frá Helga Eggertssyni en Fylkismenn létu meira til sín taka er á leikinn leið og sigruðu með all miklum yfirburðum 10-2, seinna mark Keflavíkur gerði Davíð Þorsteinsson.

B-liðið lék sinn annan leik gegn Selfossi á Iðavöllum, fimmtudaginn 2. júní.  Um var að ræða hörkuleik þar sem úrslitin réðust á síðustu mín. leiksins.  Þegar rétt um 4 mínútur voru til leiksloka voru Selfyssingar 3-2 yfir, mörk Keflvíkinga gerðu Einar Trausti Einarsson á 24. mínútu og Helgi Eggertsson á 42. mínútu.  En í lokin var komið að þætti Péturs Elíassonar, pilturinn gerði sér lítið fyrir og setti tvö glæsileg mörk á lokasprettinum, annað á 76 mínútu og hitt á síðustu mínútunni leiksins, þeirri 80.  Fyrsti sigur B-liðsins á Íslandsmótinu í ár því staðreynd.

Mánudaginn 6. júní var Suðurnesjaslagur í Grindavík í keppni A-liða.  Keflavíkurpiltar spiluðu stórvel í rigningarsuddanum í Grindavík og sigruðu mjög sannfærandi 0-3.  Mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri en leikmenn voru ekki á skotskónum á hálum og blautum vellinum.  Grindavíkur pitlar ógnuðu marki okkar lítið sem ekkert í leiknum.  Mörk Keflavíkur gerðu Einar Orri Einarsson á 10 mínútu og Viktor Guðnason setti tvö á 70. og 75. mínútu.   Allir leikmenn Keflavíkur áttu góðan leik en þó ber sérlega að minnast á framgöngu Einars Orra Einarssonar í þessum leik en pilturinn fór oft á tíðum á kostum með krafti, dugnaði og leikni.  Framtíðar piltur þar á ferð, leggið nafnið á minnið!

Lið Keflavíkur:  Pétur Elíasson - Arnþór Elíasson, Davíð Már Gunnarsson, Natan Freyr Guðmundsson, Eiríkur Örn Jónsson - Stefán Lynn, Einar Trausti Einarsson, Einar Orri Einarsson, Helgi Eggertsson - Viktor Guðnason, Þröstur Jóhannsson. 
Varamenn: Sigtryggur Kjartansson, Fannar Sævarsson, Guðmundur A. Gunnarsson, Tómas Pálmason og Sindri Björnsson.