Mist bætist í landsliðshópinn
Eins og við sögðum frá í gær eru systurnar Björg Ásta og Guðný Þórðardætur í landsliðshópi kvenna sem æfir um helgina. Nú hefur markvörðurinn Mist Elíasdóttir bæst í hóp Keflavíkinga í landsliðinu. Mist lék með liði FH í fyrra og þar áður með KR en er komin aftur í Keflavík. Hún hefur leikið með U-17 ára og U-19 ára landsliðum Íslands.