Fréttir

Knattspyrna | 9. nóvember 2006

Morgunblaðið fékk Fjölmiðlagyðjuna

Knattspyrnudeildin bauð styrktaraðilum deildarinnar til kaffisamsætis sl. þriðjudag.  Góðar veitingar voru í boði og styrktaraðilum var afhentur smá þakklætisvottur fyrir stuðninginn í sumar.  Þetta er árlegur viðburður deildarinnar til okkar góðu styrktarhafa og hefur mælt vel fyrir hjá öllum.

Í samsætinu veitti Knattspyrnudeild Morgunblaðinu Fjölmiðlagyðjuna.  Fjölmiðlagyðjan er veitt þeim sem eru með bestu umfjöllun um knattspyrnu sumarið 2006.  Morgunblaðið er vel að þessu komið enda fagmennskan í fyrirrúmi hjá íþróttafréttamönnum blaðsins.  Það var Sigmundur Ó Steinarsson sem tók við Fjölmiðlagyðjunni fyrir hönd Morgunblaðsins.

Myndir: Eygló Eyjólfsdóttir


Sigmundur Ó. Steinarsson tekur við Fjölmiðlagyðjunni fyrir hönd Morgunblaðsins.
Jón Örvar framkvæmdastjóri og Rúnar formaður fylgjast með.


Styrktaraðilar fengu þakklætisvott fyrir stuðninginn.


Frá kaffisamsætinu á þriðjudaginn.