Fréttir

Knattspyrna | 30. júní 2005

Mörk en töp hjá 4. flokki

Á þriðjudaginn lék 4. flokkur kvenna gegn FH í Kaplakrika, leikið var í A- og B-liðum.

A-liðið var að leika arfailla í fyrri hálfleik og var eins og að þær væru ekki á vellinum.  FH-stelpurnar óðu svoleiðis í gegnum þær og virtust okkar stelpur vera hræddar við þær.  Svo illa voru þær að leika að eftir fimmtán mínutna leik var staðan 5-0 FH í vil.  Þannig hélst staðan uns blásið var til hlés.  FH-stelpurnar ætluðu sér heldur betur að salla inn á okkur mörkum eftir hlé en nú fóru okkar stelpur að láta finna fyrir sér þó full seint væri.  Fanney og Sigurbjörg áttu sitt hvort skotið sem smullu í þverslá og heimamenn björguðu svo á línu.  Mitt í öllum sóknarlátunum í okkur náði FH skyndisókn sem endaði með marki 6-0 og þannig endaði þessi leikur.  Þessi úrslit gefa ekki rétta mynd af styrkleika þessara liða því þau er mjög áþekk að getu.  Málið var bara eins og fyrr segir að stelpurnar voru að spila langt undir getu og verða því að hysja upp um sig brækurnar fyrir næsta leik.  Þó svo að leikmenn vanti í liðið vegna fría má ekki bara hengja haus og mæta í leik og dæma hann tapaðan áður en hann byrjar.  Það kann ekki góðri lukku að stýra.  KOMA NÚ, RÍFA SIG UPP ÚR MEÐALMENNSKUNI OG FARA AÐ TAKA Á ÞESSU!

4. flokkur, A-lið: FH - Keflavík: 6-0
Keflavík:
Zohara, Heiða, Sigurrós, Ingibjörg, Laufey, Eyrún, Sigurbjörg (F), Fanney, Berta, Sveindís, Íris.

Leikin er tvöföld umferð í B-liðum vegna þess að ekki eru öll félög sem hafa á B-liði að skipa.  Þetta var seinni leikur okkar gegn FH en við unnum fyrri leikinn 4-0.  Kannski það hafi setið í stelpunum og þær haldið að um léttan leik yrði að ræða.  En það var fjarri lagi því eins og í leik A-liðanna voru þær ekki með á nótunum.  Leikurinn var ekki nema fimm mínútna gamall þegar staðan var orðin 2-0 FH í vil.  Zohara markvörður í A-liði fékk að spila sem útileikmaður vegna manneklu og náði að minnka muninn með marki úr vítaspyrnu.  FH-stelpurnar bættu við tveim mörkum áður en blásið var til hlés 4-1.  Í seinni hálfleik gekk betur að spila knettinum og skapa sér færi sem ekki nýttust sem skyldi að þessu sinni.  Áður blásið var til leiksloka hafði FH skorað tvö og við sett á þær eitt þegar Elísa skoraði eftir fyrirgjöf.

4. flokkur, B-lið: FH - Keflavík: 6-2 (Zohara, Elísa)
Keflavík:
Arna, Hulda, Hera, Marsibil, Kara, Ísabella, Elísa, Bryndís, Jenný (F), Ingunn, Eiríka, Zohara.