Fréttir

Knattspyrna | 22. júní 2005

Mörk og sigur gegn Stjörnunni

Það vantar ekki mörkin í leikjum Keflavíkur þessa dagana.  Eftir sjö marka bikarleik hjá körlunum var komið að kvennaliðinu og jafnmörg mörk litu dagsins ljós í leik liðsins gegn Stjörnunni á Keflavíkurvelli í gærkvöldi.  Stelpurnar náðu hins vegar að gera betur og unnu mikilvægan 5-2 sigur á gestunum.  Mörkin gerðu Nína Ósk Kristinsdóttir, Ágústa Jóna Heiðdal, Hrefna Magnea Guðmundsdóttir, Veska Smiljkovic og Ólöf Helga Pálsdóttir.  Mörk Stjörnunnar skoruðu Anna Margrét Gunnarsdóttir og Björk Gunnarsdóttir.

Liðið náði þannig að snúa við blaðinu eftir fjóra tapleiki í röð í Landsbankadeildinni og krækja í þrjú mikilvæg stig.  Liðið hefur verið að fá liðsstyrk og einnig fengið sterka leikmenn til baka úr meiðslum.  Keflavík, Stjarnan og FH hafa nú öll 6 stig en ÍA er neðst án stiga.  Reikna má með því að þessi lið berjist í neðri hluta deildarinnar en Breiðablik (18 stig), Valur (15 stig), KR (12 stig) og ÍBV (sem er með 9 stig) verði í efri hlutanum.

Myndir: Jón Örvar Arason


Hart tekist á einu sinni sem oftar í leiknum.


Hrefna skorar.


Og markinu fagnað.


Tvær góðar...


Keflavíkurmarkið vel varið.


Nína Ósk átti góðan leik.


Ólöf Helga kom inn eftir meiðsli og skoraði frábært mark
.