Mörkin hans Gumma - hvar og á móti hverjum?
Eins og fram hefur komið er Guðmundur nokkur Steinarsson orðin markahæsti leikmaður Keflavíkur í efstu deild frá upphafi. Við ætlum aðeins að kíkja á það hvar Guðmundur hefur skorað þessi mörk sín og á móti hverjum. Það þarf ekki að koma á óvart að rúmur um helmingur markanna hefur komið á Keflavíkurvelli, eða 38 af mörkunum 73. Þar á eftir kemur Grindavíkurvöllur þar sem Guðmundur kann greinilega vel við sig og síðan kemur Laugardalsvöllurinn en þar hefur Guðmundur reyndar skorað gegn þremur félögum; KR, Fram og Þrótti.
Þegar skoðað er gegn hvaða liðum Guðmundur hefur skorað mörkin er greinilegt að hann kenn vel við að skora gegn KR og Grindavík sem tróna efst á listanum. Þar á eftir koma Fylkir og Fram. KA er eina liðið sem Guðmundur hefur aðeins skorað eitt mark gegn í efstu deildinni. Það lið sem Guðmundi hefur gengið hvað verst að skora gegn er FH en hann hefur skorað tvö mörk í 18 leikjum gegn Hafnfirðingum. Þau voru reyndar bæði söguleg, það fyrra kom beint úr hornspyrnu en það síðara var fyrsta markið sem var skorað á nýuppgerðum Keflavíkurvelli síðasta sumar.
Gegn |
Mörk |
Völlur |
Mörk | |
KR |
11 |
Keflavíkurvöllur |
38 | |
Grindavík |
10 |
Grindavíkurvöllur |
6 | |
Fylkir |
8 |
Laugardalsvöllur |
5 | |
Fram |
7 |
Fylkisvöllur |
4 | |
ÍBV |
6 |
Kópavogsvöllur |
4 | |
Breiðablik |
5 |
Akranesvöllur |
3 | |
ÍA |
4 |
KR-völlur |
3 | |
Valur |
4 |
Vestmannaeyjavöllur |
2 | |
HK |
3 |
Víkingsvöllur |
2 | |
Leiftur |
3 |
Fjölnisvöllur |
1 | |
Stjarnan |
3 |
Hlíðarendi |
1 | |
FH |
2 |
Kaplakrikavöllur |
1 | |
Fjölnir |
2 |
Njarðvíkurvöllur* |
1 | |
Víkingur |
2 |
Ólafsfjarðarvöllur |
1 | |
Þróttur |
2 |
Stjörnuvöllur |
1 | |
KA |
1 |
* heimaleikur Keflavíkur |
Guðmundur fagnar marki í 4-2 sigri á KR árið 2008.
Enn hefur engin skýring fengist á fagninu en ljóst að það
verður aldrei endurtekið enda langstökksgryfjan horfin.