Mót hjá 3. flokki í dag
Í dag, laugardaginn 8. desember, fer fram Víkurásmótið í Reykjaneshöllinni hjá 3. flokki karla.
Keppni hjá A - liðum hefst kl. 8:30 og lýkur um kl. 13:30.
Þátttökulið í A-liða keppninni eru: Keflavík, Njarðvík, Reynir/Víðir, ÍA og Grótta.
Keppni hjá B-liðum hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 19:00.
Þátttökulið í B-liða keppninni eru: Njarðvík, Reynir/Víðir, ÍA og Ægir/Hamar.
Kíkið í Höllina og sjáið skemmtilega leiki.