Fréttir

Knattspyrna | 11. maí 2004

Mót hjá 7. flokki

Kentuckymót Víkings í 7. flokki var haldið s.l. laugardag í Víkinni.  Keflavík sendi fjögur lið til leiks.  Þrjú liðanna spiluðu á malarvelli í 7 manna liðum en fjórða liðið spilaði inni á parketgólfi.

Ekki er annað hægt að segja en að krakkarnir okkar hafi staðið sig vel á öllum vígstöðvum eins og þeim einum er lagið og verið félagi sínu til sóma.  Í mótslok fengu allir keppendur þátttökupening, kjúklingabita og gos.

A-lið:
Keflavík - ÍA: 4-0
Keflavík - Víkingur: 4-1
Keflavík - Fylkir: 4-0
Keflavík - Breiðablik: 4-2

C1-lið:
Keflavík - Stjarnan: 0-1
Keflavík - Breiðablik 1: 5-0
Keflavík - Breiðablik 2: 3-1
Keflavík - Fylkir: 3-0

C2- lið:
Keflavík - Valur: 1-0
Keflavík - FH: 2-0
Keflavík - Fjölnir: 2-1
Keflavík - Breiðablik: 3-2

D-lið:
Keflavík - FH: 0-1
Keflavík - Víkingur: 0-0
Keflavík - Fjölnir 2: 1-1
Keflavík - Þróttur: 0-2
Keflavík - Fjölnir 1: 0-0

Næstu verkefni hjá 7. flokki eru:
- 22.maí, Faxaflóamót haldið í Fífunni Kópavogi. 
- 5.júní, Vinamót Breiðabliks í Kópavogi.