MYNDIR: 6. sætið í höfn!
Það var fátt um fína drætti hjá Keflavíkurliðinu þegar við heimsóttum Fylkismenn í Árbæinn í næst síðustu umferð Landsbankadeildarinnar. Niðurstaðan varð 0-4 tap gegn frísku Fylkisliði. Segja má að það eina markverða fyrir Keflavík hafi verið að tveir kornungir leikmenn, þeir Milos Tanasic og Sigurbergur Elísson, léku sinn fyrsta leik meistaraflokksleik. Sigurbergur varð þar með yngsti leikmaður í efstu deild karla frá upphafi. Eftir leikinn er ljóst að við ljúkum tímabilinu í 6. sæti deildarinnar og nokkuð ljóst að það er ekki það sem lagt var upp með í vor. En ekki þýðir að gráta Björn bónda og nú verður að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil og framtíðina. Hér fylgja nokkrar myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók í Árbænum.
„Kiddi, eigum við ekki bara að sleppa þessu.“
Við vitum ekkert hvað er að gerast á þessari mynd.
Einar í færi.
„Þú getur ekki hoppað svona hátt!“
Fjalar ver frá Gumma Steinars.
Og aftur.
Milos kemur inn fyrir Gumma sem liggur óvígur á börunum.
Mannfjöldi í teig Fylkismanna.
Sigurbergur á fleygiferð í sínum fyrsta leik.
Þakkað fyrir leikinn.