Fréttir

Knattspyrna | 16. maí 2006

MYNDIR: Á Spáni er gott að...

...æfa og leika knattspyrnu.  Að minnsta kosti ef marka má velheppnaða ferð meistaraflokks karla til Canela á Spáni í apríl.  Liðið dvaldi þar í góðu yfirlæti, æfði stíft og lék þrjá æfingaleiki.  Jón Örvar Arason, markmannskempa, stjórnarmaður og altmuligmaður Knattspyrnudeildar var með í för og mundaði myndavélina í allar áttir.  Hér kemur myndasyrpa Jóns frá ferðinni sem hefur reyndar tekið tíma að koma hér inn.  Það skrifast á vefstjóra en ekki ljósmyndarann sem hefur verið óþreytandi við að taka myndir á leikjum og öðrum uppákomum, myndir sem hafa svo sannarlega lífgað upp á síðuna.

» Myndasyrpa frá ferðinni