MYNDIR: Aftur góður heimasigur
Keflavíkurliðið fer vel af stað í Landsbankadeildinni þetta árið og eftir tvær umferðir eru tveir góðir sigrar í höfn. Eftir mikinn markaleik gegn Íslandsmeisturum Vals í upphafsleiknum vannst góður 2-1 sigur á Fylki í þeim næsta. Hér koma nokkrar myndir sem Eygló Eyjólfsdóttir tók leiknum á Sparisjóðsvellinum.
Byrjað með látum og Gummi lætur vaða.
Fylkir enn í nauðvörn og Hans kominn í teig.
Gaui skallar rétt yfir í dauðafæri.
Horn frá Bóa og þrátt fyrir fjölmenni á línunni lekur boltinn inn.
Keflvíkingar fagna en Fylkismenn hálf ráðvilltir.
Gaui átti enn einn stórleikinn og skallar hér frá.
Keflavík enn í hörkusókn og Bói leggur boltann út.
Símun með enn eitt skotið.
Gummi búinn að skora með lúmsku skoti.
Og því var fagnað.
Og svo allir í röð...
Góðum sigri fagnað. Fallegt móment hjá Mete og Kenneth...
Áhorfendum þakkaður stuðningurinn og full ástæða til.
Sáttir með árangur kvöldsins. Þrjú stig hjá Keflavík og Leeds komnir á Wembley...